Hjá Ríkisendurskoðun starfa 49 manns, 25 konur og 24 karlar. Um 83% starfsmanna eru háskólamenntuð. Langflestir eru með próf í viðskiptafræði og fimm eru löggiltir endurskoðendur.

Þá starfar einn lögfræðingur hjá stofnuninni, nokkrir eru með próf í stjórnmála- eða stjórnsýslufræðum, fjórir í hugvísindum og tveir í bóksafns- og upplýsingafræði. Þrír starfsmenn eru með faggildingu í innri endurskoðun (CIA), tveir í opinberri endurskoðun (CGAP) og einn í endurskoðun upplýsingakerfa (CISA).

Meðalaldur starfsmanna er um 53 ár. Stofnunin leggur áherslu á að starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og hæfni með markvissri endurmenntun.