195 frambjóðendur eiga enn eftir að skila

Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um skil frambjóðenda til stjórnlagaþings á upplýsingum um framlög og kostnað við kosningabaráttu.Frambjóðendum til stjórnlagaþings, sem kosið var til hinn 27. nóvember sl., bar samkvæmt lögum að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um framlög og kostnað vegna kosningabaráttu sinnar. Ef kostnaður frambjóðanda var meiri en 400 þúsund krónur átti hann að skila uppgjöri, árituðu af endurskoðanda eða bókhaldsfróðum skoðunarmanni, þar sem greint væri frá öllum framlögum og útgjöldum. Ef kostnaður náði ekki þessu marki nægði að skila skriflegri yfirlýsingu þar um. Skilafrestur var til 28. febrúar sl.
Af samtals 523 frambjóðendum hafa nú 4 skilað Ríkisendurskoðun fullgildu uppgjöri en 323 yfirlýsingu um að kostnaður þeirra hafi verið 400 þúsund krónur eða minni. Einn dró framboð sitt til baka en 195 frambjóðendur hafa enn ekki skilað upplýsingum til stofnunarinnar.