Aðgengisstefna Ríkisendurskoðunar

By 24.08.2006 2006 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur nú á þessu ári gert ýmsar breytingar á heimasíðu stofnunarinnar til að auðvelda fötluðum að ferðast um hana og nota það efni sem þar er birt. Í tengslum við þessar breytingar hefur stofnunin einnig mótað sér aðgengisstefnu sem hér er kynnt. Aðgengisstefnan er einnig birt meðal stefnumála stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill að vefur stofnunarinnar sé aðgengilegur fötluðum jafnt sem ófötluðum og mun leitast við að tryggja að hann uppfylli jafnan þær meginkröfur í þeim efnum sem eðlilegt er að gera til opinberra vefja á Íslandi.

Allt efni á vef Ríkisendurskoðunar að handbókum undanskildum stenst nú þær viðmiðunarkröfur um aðgengismál sem alþjóðlegi vinnuhópurinn Web Content Accessibility Guidelines Working Group hefur sett fram í staðlinum WCAG 2.0 af gerð A. Þetta þýðir að hann er meðal annars aðgengilegur blindum sem nýta sér heimasíður með hjálp skjálesara, sjónskertum sem þurfa sérstaklega stórt letur, lesblindum sem hentar annar bakgrunnur en venja er að nota og hreyfihömluðum sem eiga erfitt með að nota mús við að ferðast um vefsíður. Gera má ráð fyrir að mörg þessara atriða auðveldi einnig öldruðum að nýta sér vef stofnunarinnar.

Ríkisendurskoðun mun halda áfram að þróa vef sinn á komandi mánuðum og horfa í því samhengi til viðmiðunarkrafna WCAG 2.0 af gerð AA. Þá mun stofnunin einnig fylgja fast eftir því meginsjónarmiði sem fram kemur í málstefnu hennar að allt efni sem hún sendir frá sér sé orðað þannig að almenningur eigi auðvelt með að skilja það. Orðasafn stofnunarinnar hefur sama tilgang.

Eftirfarandi flýtilyklar eru í vefnum (ekki er víst að allir flýtilyklar virki í öllum vöfrum).Alt + s Fara í aðal innihald síðu.Alt + l Fara í leit.Alt + u Fara efst á síðu.Alt + h Fara heim á upphafssíðu.