Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2002

By 18.06.2003 2003 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér ársskýrslu sína fyrir árið 2002. Þar er m.a. gerð grein fyrir starfsemi og árangri liðins árs og horft fram á við til komandi tíma. Þá fylgir með sundurliðaður ársreikningur og listi yfir þau rit sem stofnunin gaf út árið 2002.
Ríkisendurskoðun hefur sett sér það markmið að auka gæði og skilvirkni þess starfs sem innt er af hendi innan stofnunarinnar og gera það enn sýni­legra en verið hefur. Jafnframt því hefur stofnunin á síðari árum leitast við að víkka út það svið sem tekið er til endurskoðunar með því að kanna ýmsa þætti í starfsumhverfi stofnana og fyrirtækja hins opinbera um leið og hefðbundin fjárhagsendur­skoðun fer fram. Í ársskýrslunni er því lýst hvernig stofnunin reynir við að ná þessum markmiðum sínum. Þar er einnig lýst þeim verkefnum sem stofnunin sinnir og þeim aðferðum sem notaðar eru.