Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2019 birt

Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2019

Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir síðastliðið starfsár hefur verið birt á vef embættisins.

Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi og rekstur Ríkisendurskoðunar á annasömu ári. Þar er fjallað um stöðu og hlutverk Ríkisendurskoðunar, endurskoðun og eftirlit og nýjungar í rekstri embættisins, m.a. breytingar í kjölfar nýrrar stefnumótunar. Ársskýrslan inniheldur jafnframt ársreikning 2019.

Hér má lesa ársskýrslu Ríkisendurskoðunar 2019 í heild sinni auk ársskýrslna fyrri ára.