Athugasemdir vegna nýrra gagna um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum

By 29.03.2006 2006 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar athugasemdir sínar við ummæli Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps, m.a. þau að útilokað sé að Hauck & Aufhäuser bankinn hafi verið eigandi að helmingshlut í Eglu hf.
Vegna þessara ummæla hefur Ríkisendurskoðun aflað ýmissa viðbótargagna og skýringa á málinu. Að mati stofnunarinnar kemur ekkert fram í þeim gögnum sem stutt getur þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason dregur af gögnum þeim sem hann hefur undir höndum og öðrum óformlegum upplýsingum sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti telur Ríkisendurskoðun að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu.

Í meðfylgjandi bréfi eru dregnar saman meginniðurstöður Ríkisendurskoðunar.