Bréf vegna samskipta heilbrigðisráðherra og forstjóra SÍ

Ríkisendurskoðandi hefur sent forseta Alþingis bréf vegna samskipta heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).Ríkisendurskoðandi hefur sent forseta Alþingis bréf í tilefni af því að heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt forstjóra SÍ að hún hyggist áminna hann fyrir meint brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna. Í bréfinu kemur m.a. fram að ríkisendurskoðandi telur að ekkert sé óeðlilegt við það að stjórnendur ríkisstofnana leiti ráða og upplýsinga hjá Ríkisendurskoðun um málefni sem fjalla um meðferð og ráðstöfun á ríkisfé.