Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2004

By 29.05.2008 2008 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur síðustu tvö ár leitast við að meta viðbrögð stjórnvalda og stofnana við þeim ábendingum og athugasemdum sem fram koma í stjórnsýsluúttektum hennar. Þetta er gert með sérstökum eftirfylgniúttektum þremur árum eftir að ábendingarnar voru settar fram. Athuganir þessar eru liður í því að meta árangur stjórnsýsluendurskoðunar.
Árið 2007 var eftirtöldum fimm úttektum frá árinu 2004 fylgt eftir með framangreindum hætti:

Lyfjakostnaður. Notkun, verð og framboð lyfja á Íslandi.
Náttúrufræðistofnun. Rekstrar- og fjárhagsvandi.
Dvalarheimilið Höfði, Akranesi. Rekstur og fjárhagsstaða árin 2000-2002.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stjórnsýsluendurskoðun.
Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi.

Samtals voru settar fram 38 ábendingar í þessum skýrslum. Af þeim taldi Ríkisendurskoðun að 21 (55%) hefði verið framkvæmd að fullu, 6 (16%) að hluta en 11 (29%) hefðu ekki verið framkvæmdar.

Í skýrslunni „Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2004“ er birt stutt yfirlit um þetta árangursmat.