Ekki ástæða til frekari úttektar á Lyfjastofnun

By 3.11.2009 2009 No Comments

Ríkisendurskoðun telur ekki tilefni til frekari úttektar á starfsemi Lyfjastofnunar að svo stöddu. Engu að síður beinir hún nokkrum ábendingum til stofnunarinnar og heilbrigðisráðuneytis.Ríkisendurskoðun hefur lokið forkönnun sinni á starfsemi Lyfjastofnunar. Meginniðurstaða hennar er sú að ekki sé ástæða til að gera frekari úttekt á stofnuninni að svo stöddu, enda óvíst hvort viðameiri athugun en farið hefur fram leiddi til úrbóta sem réttlættu það.

Ríkisendurskoðun beinir engu að síður nokkrum ábendingum til Lyfjastofnunar og heilbrigðisráðuneytis og eru þær birtar í niðurstöðuskýrslu stofnunarinnar ásamt viðbrögðum Lyfjastofnunar og heilbrigðisráðuneytis. Sömuleiðis áskilur Ríkisendurskoðun sér rétt til að taka mál Lyfjastofnunar upp að nýju ef aðstæður breytast eða ný efnisleg rök koma fram sem styðja þá ákvörðun.