Greinargerð um fjármál Byrgisins ses.

By 15.01.2007 2007 No Comments

Að beiðni félagsmálaráðuneytisins hefur Ríkisendurskoðun gert athugun á fjármálum meðferðarheimilisins Byrgisins ses. Meginmarkmið þessarar athugunar var tvíþætt: Annars vegar að kanna hvort allar tekjur Byrgisins árin 2005 og 2006, hvort heldur þær runnu frá opinberum aðilum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða einstaklingum, hafi skilað sér að fullu í bókhaldi heimilisins. Hins vegar að kanna hvort öll útgjöld Byrgisins hafi verið færð í bókhaldi, hvort gerð sé fullnægjandi grein fyrir þeim og hvort þau geti talist eðlileg með tilliti til starfseminnar.
Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun sinni og sent félagsmálaráðuneytinu greinargerð um málið.