Greinargerð um framkvæmd fjárlaga árið 2004

By 22.06.2005 2005 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur sett á heimasíðu sína greinargerð stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga árið 2004.
Í greinargerðinni eru útgjöld stofnana í A-hluta ríkisreiknings borin saman við fjárheimildir Alþingis, auk þess sem gerð er sérstök úttekt á stöðu nokkurra stofnana menntamálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis. Áhersla er lögð á að greina á nákvæman hátt ástæður þess að margir fjárlagaliðir fara fram úr heimildum án þess að gripið sé til aðgerða sem duga til að koma í veg fyrir slíkt. Þá setur Ríkisendurskoðun fram ábendingar sínar um það hvað gera skuli ef heildarútgjöld stofnana fara meira en 4% fram úr áætlunum þeirra.