Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar

By 7.12.2007 2007 No Comments

Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisnefnd Alþingis greinargerð sína um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár.
Hinn 30. ágúst 2007 óskaði forsætisnefnd Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun semdi greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar frá 9. maí 2007 um tímabundna yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Ríkisendurskoðun hefur lokið vinnu sinni og er greinargerðin birt í meðfylgjandi skjali, ásamt samkomulagi íslenska ríkisins og Landsvirkjunar frá 9. maí 2007.