
Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér greinargerðina „Hjúkrunarheimilið Sóltún. Athugun á RAI-skráningu og greiðslum fyrir árið 2006“. Greinargerðin var gerð í því skyni að kanna hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þjónustusamnings heilbrigðisráðuneytisins og hjúkrunarheimilisins og sannreyna útreikning á þyngdarstuðlum fyrir heimilið. Greinargerðin var send heilbrigðisráðuneytinu og stjórnendum Sóltúns hinn 18. apríl 2008 og síðan kynnt heilbrigðis- og fjárlaganefndum Alþingis.