Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis samkvæmt lögum nr. 46/2016 og er þáttur í eftirliti þess með framkvæmdarvaldinu.

Stofnunin endurskoðar ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hefur eftirlit með og stuðlar að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár.

Hún gerir grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar og úttekta í skýrslum sem sendar eru Alþingi og birtar opinberlega. Forsætisnefnd Alþingis skipar yfirmann stofnunarinnar, ríkisendurskoðanda, til sex ára. Með hliðsjón af lögum um Ríkisendurskoðun, öðrum lögum sem fela stofnuninni tiltekin verkefni, lögskýringargögnum og stöðlum Alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana hefur stofnunin skilgreint meginverkefni sín.

Skyringarmynd-Verkferlid