Ríkisendurskoðun hefur afmarkað eftirlit með fjárreiðum sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr. lög nr. 19/1988. Um er að ræða sjálfseignarstofnanir sem ekki stunda atvinnurekstur, einkum ýmsa styrktar- og minningarsjóði og góðgerðarstofnanir.
Samkvæmt lögunum ber þeim aðilum sem undir þau falla að skila Ríkisendurskoðun ársreikningi eigi síðar en 30. júní ár hvert fyrir næstliðið ár. Ríkisendurskoðun heldur skrá yfir heildartekjur og gjöld, eignir og skuldir þessara aðila, ásamt athugasemdum við framlagða reikninga. Hafi reikningur ekki borist í eitt ár eða hann reynst ófullkominn að einhverju leyti getur sýslumaður, sbr. reglugerð 1125/2006, að fengnum tillögum Ríkisendurskoðunar, vísað máli viðkomandi sjóðs eða stofnunar til lögreglu til rannsóknar.
Eyðublað fyrir ársreikning staðfests sjóðs 2019
Eyðublað fyrir ársreikning staðfests sjóðs 2018
Eyðublað fyrir ársreikning staðfests sjóðs 2017
Eyðublað fyrir ársreikning staðfests sjóðs 2016
Skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar
Vörsluaðilum staðfestra sjóða og stofnana ber að skila ársreikningum til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. júlí ár hvert, sbr. lög nr. 19/1988.
Rafræn skil
Aðilar sem vilja skila ársreikningi rafrænt þurfa að skanna inn áritaðan reikning og senda hann sem viðhengi á netfangið skil(at)rikisend.is
Skil á pappír
Kjósi vörsluaðili sjóðs að skila ársreikningi á pappír skal leggja reikninginn í umslag af stærðinni A4 og rita „Ríkisendurskoðun – Bríetartún 7 – 105 Reykjavík“ utan á það.