Auk reglubundinnar fjárhagsendurskoðunar sinnir Ríkisendurskoðun sérstöku eftirliti með framkvæmd fjárlaga í samræmi við lög um stofnunina.

Verkefnið felst í því að kanna hvort stofnanir fara að ákvæðum fjárlaga, fjárreiðulaga og reglugerðar um framkvæmd fjárlaga. Stofnunin sendir Alþingi árlega skýrslur um niðurstöður þessa eftirlits og birtir þær jafnframt opinberlega hér á síðunni.

Sjá nánar hér