Íbúðalánasjóður. Fjárhagsstaða

By 11.01.2006 2006 No Comments

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrirsjáanlegri framtíð. Vegna þessa er líka ólíklegt að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins.
Ríkisendurskoðun birtir hér með úttekt sína á Íbúðalánasjóði þar sem leitast er við að meta fjárhagsstöðu sjóðsins. Einkum er reynt að svara þeim meginspurningum hvort eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni í fyrirsjáanlegri framtíð niður fyrir áskilin hlutföll, ef svo gerist hvort það verði varanlegt eða tímabundið ástand og hvort líkur séu á að þá muni reyna á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Úttektin var gerð að ósk fjármálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis og unnin í samvinnu Ríkisendurskoðunar og hóps íslenskra sérfræðinga.

Niðurstaða úttektarinnar er sú að ólíklegt sé að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll. Því sé einnig ólíklegt að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins.