Könnun á bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins gefur ekki tilefni til athugasemda

Í bréfi Ríkisendurskoðunar til forseta Alþingis kemur fram að könnun á bókhaldi og reikningum Þorláksbúðarfélagsins fyrir árin 2008–11 gefi ekki tilefni til athugasemda. Aftur á móti telur Ríkisendurskoðun nokkra óvissu ríkja um núverandi fjárhagsstöðu félagsins og hvenær byggingu Þorláksbúðar í Skálholti muni ljúka.Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa bréfið.