Leiðrétting vegna fréttar um upplýsingaskil stjórnmálasamtaka

Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnmálasamtökin Fólkið í bænum, sem buðu fram í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum undir listabókstafnum „m“, hefðu enn ekki skilað fjárhagsuppgjöri fyrir árið 2010 til Ríkisendurskoðunar. Þetta er ekki rétt enda skiluðu þessi samtök uppgjöri sínu til stofnunarinnar hinn 31. október 2011. Villan var vegna misskilnings starfsmanns Ríkisendurskoðunar. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum.