Mat á árangri stjórnsýsluúttekta ársins 2005

Tæplega níu af hverjum tíu ábendingum í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar sem lokið var árið 2005 höfðu verið framkvæmdar þremur árum síðar.Ríkisendurskoðun leitast við að meta viðbrögð stjórnvalda og stofnana við þeim ábendingum sem fram koma í stjórnsýsluúttektum stofnunarinnar. Þetta er gert með sérstökum eftirfylgniúttektum þremur árum eftir að ábendingarnar voru settar fram. Úttektir þessar eru liður í því að meta árangur stjórnsýsluendurskoðunar.
Árið 2008 var fjórum úttektum frá árinu 2005 fylgt eftir með framangreindum hætti. Af samtals 33 ábendingum taldi Ríkisendurskoðun að 29 (88%) hefðu verið framkvæmdar að fullu eða hluta en 4 (12%) hefðu ekki verið framkvæmdar. Að mati stofnunarinnar má telja þetta nokkuð góðan árangur en til samanburðar má nefna að um 71% ábendinga í úttektum ársins 2004 höfðu verið framkvæmdar þremur árum síðar.
Árið 2005 birti Ríkisendurskoðun eftirtaldar stjórnsýsluúttektir:
Landspítali – háskólasjúkrahús. Árangur 1999–2004. Stjórnsýsluúttekt.
Þjónusta við Aldraða. Stjórnsýsluúttekt.
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi. Stjórnsýsluúttekt.
Háskóli Íslands. Stjórnsýsluúttekt.