Sigurður Þórðarson: Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla á Íslandi

By 28.09.2004 2004 No Comments

Frá og með 1. janúar 2005 verða öll félög sem skráð hafa hlutabréf sín í kauphöllum innan Evrópusambandsins að ganga frá samstæðureikningsskilum sínum samkvæmt stöðlum Alþjóða reikningsskilaráðsins (IAS, IFRS). Í samræmi við lög og bókanir um Evrópska efnahagssvæðið nær þetta einnig til íslenskra félaga.
Í þessu erindi er m.a. fjallað um tilefni alþjóðlegra reikningsskilastaðla, hvernig að gerð þeirra hefur verið staðið, innleiðingu þeirra á Íslandi og þeim afleiðingum sem þeir munu hafa í för með sér fyrir þau félög sem þurfa eða kjósa að taka upp staðlana, endurskoðendur og þá sem lesa ársreikninga fyrirtækja. Einnig er vikið að þeim breytingum sem gera þarf á íslenskum lögum um ársreikninga í tengslum við innleiðinguna. Að lokum er minnst á nýlegar hugmyndir um aukið opinbert eftirlit með endurskoðendum og ábyrgð stjórnvalda í þeim efnum.

Erindi þetta var upphaflega flutt á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda, 24. september 2004.