Sigurður Þórðarson: Útvistun verkefna ríkis og sveitarfélaga

By 28.04.2008 2008 No Comments

Í þessu erindi ræðir Sigurður Þórðarson um útvistun verkefna ríkisins, eins og málið horfir við Ríkisendurskoðun. Stofnunin getur komið að slíkum verkefnum bæði sem fjárhagsendurskoðandi, eftirlitsaðili með reikningsgerð á hendur ríkisins og loks getur hún gert stjórnsýsluathuganir á verkefnunum.
Í erindinu er meðal annars vikið að kostum og göllum þess að ríkið semji við utanaðkomandi aðila að sinna fyrir sig verkefnum eða þjónustu, fjárhagslegu umfangi slíkra verkefna og því hvaða atriði þarf að hafa í huga þegar ríki og einkaaðilar semja um verkefnin.

Erindið var flutt 10. apríl 2008 á Aðalfundi Íslandsdeildar norræna stjórnsýslusambandsins (NAF).