Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Leitarvél. Póstlisti

By 29.08.2005 2005 No Comments

Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að nú eru allar opinberar skýrslur stofnunarinnar frá 1988 til 2005 aðgengilegar sem pdf-skjöl á heimasíðu stofnunarinnar. Sjá „Skýrslur“. Alls er um 179 skýrslur að ræða og eru þær bæði flokkaðar eftir árum og málaflokkum.
Til að bæta þjónustu við notendur heimasíðunnar og auka aðgengi að skýrslum Ríkisendurskoðunar hefur einnig verið sett upp öflug leitarvél sem gerir kleift að leita að orðum og orðhlutum í skýrslum og fréttum stofnunarinnar. Sjá „Leita í fréttum og skýrslum“.

Að lokum vekur Ríkisendurskoðun athygli á „Póstlista“ stofnunarinnar á forsíðu heimasíðunnar. Þeir sem skrá sig á þann lista fá sjálfkrafa orðsendingu í tölvupósti þegar stofnunin sendir frá sér nýjar fréttir.