Stefnumiðað árangursmat hjá Ríkisendurskoðun

By 18.06.2003 2003 No Comments

Í riti Ríkisendurskoðunar Kennitölur um umsvif og árangur (2003) er gerð grein fyrir þeirri mæli- og stjórnunaraðferð sem á íslensku hefur ýmist verið kölluð samhæft árangursmat eða stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) og bent á hvernig ríkisaðilar geti nýtt sér hana til að ná markmiðum sínum og meta árangur starfa sinna.
Ríkisendur­skoðun hefur nú samið greinargerð um kosti þess að stofnunin innleiði árangursmats­kerfi sem byggi á þessari aðferðafræði, Stefnumiðað árangursmat hjá Ríkis­endurskoðun (2003). Auk stefnukorts og yfirskorkorts fyrir starfsemi Ríkisendurskoðunar er þar lýst þeim atriðum sem mynda uppi­stöðu stefnukortsins: 1) Tilgangur og hlutverk, 2) Þjónusta, 3) Innri verkferlar, 4) Starfs­menn og þróun, 5) Fjármál. Þá er leitast við að skilgreina nokkra mælikvarða til að meta einstaka þætti í starfsemi Ríkisendurskoðunar og hversu vel gengur að ná þeim markmiðum sem felast í stefnu hennar.