Tryggja ber föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu

Ríkisendurskoðun hvet­ur velferðarráðu­­neyti til að ljúka sem fyrst heildar­­stefnu­mótun í mál­­efnum geð­sjúkra, fatl­­aðra og aldr­aðra dóm­­þola og tryggja þeim nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Ríkisendurskoðun telur ekki þörf á að ítreka ábend­ing­ar sín­ar úr eftirfylgniskýrslunni Skipulag og úr­ræði í fangelsis­mál­um (2013). Að mati stofn­un­ar­innar hefur innan­ríkis­ráðu­­neyti brugðist með full­nægj­andi hætti við þeim þremur ábend­­­ingum sem þar var beint til þess. Þær lutu að því að for­stjóri Fangelsismálastofnunar fengi umboð til að skipa for­­stöðumenn fangelsa, að vist­unar­úrræðum utan fang­elsa yrði fjölgað og að tryggt yrði að fjár­magn fylgdi lög­bundn­um verk­efnum Fangelsismálastofnunar. Eins vinnur vel­ferð­ar­­ráðu­­­neyti að verkefn­um sem varða ábend­ingu Rík­is­endur­skoðunar um að föng­um sé tryggð nauð­­synleg heil­brigðis­þjón­­usta. Stofnunin hvet­ur ráðu­­neytið engu að síður til að ljúka sem fyrst heildar­­stefnu­mótun í mál­­efnum geð­sjúkra, fatl­­aðra og aldr­aðra dóm­­þola og tryggja þeim nauð­synlega heil­brigðis­þjón­ustu. Stofnunin mun fylgja þessu máli eftir á komandi misserum.