1874 – Ísland fær sína fyrstu stjórnarskrá, fjárveitingarvald færist til Alþingis frá Danmörku. Embætti tveggja þingkjörinna yfirskoðunarmanna landsreikninganna stofnuð.
1879 – Endurskoðun landsreikninganna gerð að sjálfstæðu verkefni sem sérstakur starfsmaður, Indriði Einarsson, annast í umboði yfirskoðunarmanna.
1904 – Framkvæmdarvald flyst inn í landið. Stjórnarskrifstofu III (fjármál) í hinu nýstofnaða Stjórnarráði Íslands falið að annast endurskoðun landsreikninganna. Indriði Einarsson verður skrifstofustjóri. Yfirskoðunarmenn landsreikninganna þó áfram kosnir á Alþingi og sinna endurskoðun á vegum þingsins.
1917 – Endurskoðun landsreikninganna flyst til fjármáladeildar Stjórnarráðsins (fjármálaráðuneytis).
1931 – Sérstök löggjöf sett um ríkisbókhald og endurskoðun. Endurskoðunin skilin frá annarri starfsemi fjármálaráðuneytisins. Embætti aðalendurskoðanda ríkisins komið á fót og hann settur beint undir fjármálaráðherra. Jón Guðmundsson ráðinn í embættið.
1943 – Björn E. Árnason tekur við af Jóni Guðmundssyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.
1949 – Einar Bjarnason tekur við af Birni E. Árnasyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.

Halldór V. Sigurðsson var ríkisendurskoðandi frá 1969 til 1992.
1955 – Embættisheiti aðalendurskoðanda breytt í ríkisendurskoðanda.
1969 – Ríkisendurskoðun gerð að sérstakri stjórnardeild (stofnun) undir fjármálaráðherra. Halldór V. Sigurðsson skipaður ríkisendurskoðandi.
1987 – Sérstök lög sett um Ríkisendurskoðun og stofnunin færð undir Alþingi til að tryggja sjálfstæði hennar og efla eftirlit löggjafans með framkvæmdarvaldinu. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnuninni veitt heimild til stjórnsýsluendurskoðunar.
1992 – Sigurður Þórðarson tekur við af Halldóri V. Sigurðssyni sem ríkisendurskoðandi.
1995 – Embætti yfirskoðunarmanna ríkisreiknings lögð niður.
1997 – Ný lög sett um Ríkisendurskoðun. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnunin fær heimild til að gera úttektir á framkvæmd laga og reglna um umhverfismál (umhverfisendurskoðun).

Sigurður Þórðarson var ríkisendurskoðandi frá 1992 til 2008.
2008 – Sveinn Arason tekur við af Sigurði Þórðarsyni sem ríkisendurskoðandi.
2016 – Heildarendurskoðun laga um Ríkisendurskoðun með lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreiknings. Í lögunum er ákvæði um kosningu ríkisendurskoðanda af Alþingi og setutími hans takmarkaður við tólf ár. Verkefni ríkisendurskoðanda eru nánar skilgreind. Málsmeðferðarreglur eru settar og aðgangur að gögnum Ríkisendurskoðunar skýrðar.