Einar Bjarnason var aðalendurskoðandi frá 1949 og fyrsti ríkisendurskoðandinn frá 1955 til 1969.

1874 – Ísland fær sína fyrstu stjórnarskrá, fjárveitingarvald færist til Alþingis frá Danmörku. Embætti tveggja þingkjörinna yfirskoðunarmanna landsreikninganna stofnuð.

1879 – Endurskoðun landsreikninganna gerð að sjálfstæðu verkefni sem sérstakur starfsmaður, Indriði Einarsson, annast í umboði yfirskoðunarmanna.

1904 – Framkvæmdarvald flyst inn í landið. Stjórnarskrifstofu III (fjármál) í hinu nýstofnaða Stjórnarráði Íslands falið að annast endurskoðun landsreikninganna. Indriði Einarsson verður skrifstofustjóri. Yfirskoðunarmenn landsreikninganna þó áfram kosnir á Alþingi og sinna endurskoðun á vegum þingsins.

1917 – Endurskoðun landsreikninganna flyst til fjármáladeildar Stjórnarráðsins (fjármálaráðuneytis).

1931 – Sérstök löggjöf sett um ríkisbókhald og endurskoðun. Endurskoðunin skilin frá annarri starfsemi fjármálaráðuneytisins. Embætti aðalendurskoðanda ríkisins komið á fót og hann settur beint undir fjármálaráðherra. Jón Guðmundsson ráðinn í embættið.

Halldór V. Sigurðsson var ríkisendurskoðandi frá 1969 til 1992.

1943 – Björn E. Árnason tekur við af Jóni Guðmundssyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.

1949 – Einar Bjarnason tekur við af Birni E. Árnasyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.

1955 – Embættisheiti aðalendurskoðanda breytt í ríkisendurskoðanda.

1969 – Ríkisendurskoðun gerð að sérstakri stjórnardeild (stofnun) undir fjármálaráðherra. Halldór V. Sigurðsson skipaður ríkisendurskoðandi.

1987 – Sérstök lög sett um Ríkisendurskoðun og stofnunin færð undir Alþingi til að tryggja sjálfstæði hennar og efla eftirlit löggjafans með framkvæmdarvaldinu. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnuninni veitt heimild til stjórnsýsluendurskoðunar.

Sigurður Þórðarson var ríkisendurskoðandi frá 1992 til 2008.

1992 – Sigurður Þórðarson tekur við af Halldóri V. Sigurðssyni sem ríkisendurskoðandi.

1995 – Embætti yfirskoðunarmanna ríkisreiknings lögð niður.

1997 – Ný lög sett um Ríkisendurskoðun. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnunin fær heimild til að gera úttektir á framkvæmd laga og reglna um umhverfismál (umhverfisendurskoðun).

2008 – Sveinn Arason tekur við af Sigurði Þórðarsyni sem ríkisendurskoðandi.

2016 – Heildarendurskoðun laga um Ríkisendurskoðun með lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreiknings. Í lögunum er ákvæði um kosningu ríkisendurskoðanda af Alþingi og setutími hans takmarkaður við tólf ár. Verkefni ríkisendurskoðanda eru nánar skilgreind. Málsmeðferðarreglur eru settar og aðgangur að gögnum Ríkisendurskoðunar skýrðar.

Sveinn Arason var ríkisendurskoðandi frá 2008 til 2018.

2018 – Skúli Eggert Þórðarson tekur við af Sveini Arasyni sem ríkisendurskoðandi.