Til að stuðla að því að starfsemi Ríkisendurskoðunar þróist í takt við alþjóðlegar hræringar  leggur stofnunin áherslu á að eiga góð samskipti og samstarf við systurstofnanir erlendis.

Stofnunin hefur lengi tekið þátt í norrænu samstarfi ríkisendurskoðana sem og starfi Evrópu- og Alþjóðasamtaka á þessu sviði, EUROSAI og INTOSAI. Þá hefur stofnunin átt tvíhliða samskipti við ríkisendurskoðanir nokkurra landa, m.a. hefur hún myndað traust tengsl við bresku ríkisendurskoðunina, National Audit Office (NAO), og notið aðstoðar hennar í ýmsum verkefnum á undanförnum árum.

Ríkisendurskoðun tekur þátt í samstarfi um endurskoðun fjölþjóðlegra stofnana og samtaka sem Ísland á aðild að,s.s. EFTA. Aukin þátttaka Íslands í þróunarverkefnum víða um heim hefur einnig lagt þær skyldur á herðar Ríkisendurskoðunar að endurskoða þau fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.