Störf sem losna eru auglýst á Starfatorgi.

Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru í Starfsmannafélagi Ríkisendurskoðunar. Starfsmannafélagið er í senn stéttar- og skemmtifélag sem allir starfsmenn stofnunarinnar eiga aðild að. Tilgangur félagsins er að semja um kaup og kjör félagsmanna og standa fyrir skemmtunum og öðru félagsstarfi.

Í samræmi við menntunarstefnu sína og ákvæði staðla Alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að starfsfólk stofnunarinnar varðveiti og efli fræðilega og hagnýta kunnáttu sína með endurmenntun. Starfsmönnum býðst m.a. að stunda háskólanám samhliða vinnu með aðstoð stofnunarinnar samkvæmt sérstökum samningum þar um. Þeir starfsmenn sem gert hafa slíka samninga við stofnunina geta varið allt að 4 klst. af vinnutíma sínum í námið á móti hverri námseiningu sem þeir ljúka.