Störf sem losna eru auglýst á Starfatorgi.

Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru í Starfsmannafélagi Ríkisendurskoðunar. Starfsmannafélagið er í senn stéttar- og skemmtifélag sem allir starfsmenn stofnunarinnar eiga aðild að. Tilgangur félagsins er að semja um kaup og kjör félagsmanna og standa fyrir skemmtunum og öðru félagsstarfi.

Í samræmi við menntunarstefnu sína og ákvæði staðla Alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að starfsfólk stofnunarinnar varðveiti og efli fræðilega og hagnýta kunnáttu sína með endurmenntun. Starfsmönnum býðst m.a. að stunda háskólanám samhliða vinnu með aðstoð stofnunarinnar samkvæmt sérstökum samningum þar um. Þeir starfsmenn sem gert hafa slíka samninga við stofnunina geta varið allt að 4 klst. af vinnutíma sínum í námið á móti hverri námseiningu sem þeir ljúka.

Starfsmaður í mötuneyti

Ríkisendurskoðandi leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi til starfa í mötuneyti Ríkisendurskoðunar.

Í starfinu felst m.a. hitun og framreiðsla aðkeypts fulleldaðs hádegisverðar auk frágangs í eldhúsi fjóra daga vikunnar og framreiðsla morgunverðar auk frágangs einn dag vikunnar. Enn fremur felst í starfinu umsjón með kaffiveitingum fyrir fundi auk frágangs.

Helstu verkefni og ábyrgð

– Framreiðsla hádegisverðar fjóra daga vikunnar og morgunverðar einn dag vikunnar
– Umsjón með kaffiveitingum og ávöxtum fyrir starfsmenn
– Undirbúningur og umsjón með kaffiveitingum fyrir fundi og aðrar tilfallandi uppákomur
– Skipulagning og umsjón með innkaupum fyrir mötuneyti
– Þrif og frágangur í mötuneyti

Hæfnikröfur

– Viðeigandi menntun eða víðtæk reynsla af sambærilegu starfi
– Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
– Framúrskarandi samskiptahæfni og jafnlyndi
– Frumkvæði og metnaður
– Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
– Geta til að vinna undir álagi

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Starfsmannafélags Ríkisendurskoðunar.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skulu fylltar út á starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Upplýsingar um starfið veitir Birgitta Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri, á birgitta@rikisendurskodun.is eða í síma 569-7146.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 21.10.2019

Smelltu hér til að sækja um starfið