Ríkisendurskoðandi starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016

Honum eru einnig falin verkefni samkvæmt öðrum lögum, s.s. lögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra og lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Við fjárhagsendurskoðun taka starfsmenn mið af lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur og eftir atvikum alþjóðlegum endurskoðunar- og reikningsskilastöðlum. Þá hafa starfsmenn hliðsjón af stefnuyfirlýsingu og stöðlum Alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana (INTOSAI) og fylgja siðareglum Ríkisendurskoðunar.