Auk laga um Ríkisendurskoðun eru stofnuninni falin ýmis verkefni samkvæmt öðrum lögum. Meðal annars lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, lögum nr. 36/1993 um kirkjugarða greftrun og líkbrennslu og lögum nr. 21/162 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Að auki eru Ríkisendurskoðun falin verkefni samkvæmt ýmsum sérlögum um stofnanir ríkisins en þar er yfirleitt um að ræða endurskoðun eða skyld verkefni. Slík ákvæði eru því í raun sett til að hnykkja á því sem segir í lögum um Ríkisendurskoðun.