Skúli Eggert Þórðarson var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi árið 2018 til sex ára.

Skúli Eggert Þórðarson er fæddur árið 1953. Hann er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands.

Skúli var einróma kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi þann 16. apríl 2018. Samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er ríkisendurskoðandi kosinn til sex ára í senn.

Áður en Skúli var kosinn ríkisendurskoðandi var hann ríkisskattstjóri (2007-2018), skattrannsóknarstjóri (1993-2007) og vararíkisskattstjóri (1990-1993).

Skúli er fimmti ríkisendurskoðandinn og sá fjórði frá því að Ríkisendurskoðun var færð frá framkvæmdarvaldinu undir Alþingi árið 1987.

Sjá ágrip af sögu Ríkisendurskoðunar.