Skipurit Ríkisendurskoðunar tók gildi 1. janúar 2014. Fagleg starfsemi stofnunarinnar fer fram á tveimur sviðum: endurskoðunarsviði og stjórnsýslusviði. Fyrrnefnda sviðið annast fjárhagsendurskoðun samkvæmt 8. gr. laga um Ríkisendurskoðun en hið síðarnefnda annast stjórnsýsluendurskoðun samkvæmt 9. gr. sömu laga, auk annarra verkefna.

Tvær einingar sinna stoðþjónustu: lögfræði- og skjalastoð og rekstrarstoð. Þá sinnir skrifstofa ríkisendurskoðanda ýmsum verkefnum sem lúta að eftirliti með stjórnsýslunni, alþjóðlegum samskiptum, almannatengslum og aðstoð við ríkisendurskoðanda.

Starfsfólk Ríkisendurskoðunar eftir sviðum

Innra skipulag endurskoðunarsviðs

Auk sviðsstjóra starfa á endurskoðunarsviði fjórir deildarstjórar, ritari og 18 sérfræðingar (sjá nánar hér). Um fjárhagsendurskoðun sjá hér.

Innra skipulag stjórnsýslusviðs

Auk sviðsstjóra starfa á stjórnsýslusviði tveir deildarstjórar og átta sérfræðingar (sjá nánar hér). Um stjórnsýsluendurskoðun sjá hér.