Skipurit Ríkisendurskoðunar tók gildi 24. apríl 2018. Fagleg starfsemi stofnunarinnar fer fram á tveimur sviðum: endurskoðunarsviði og stjórnsýslusviði.

Fyrrnefnda sviðið annast fjárhagsendurskoðun samkvæmt 5. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga en hið síðarnefnda annast stjórnsýsluendurskoðun samkvæmt 6. gr. sömu laga, auk annarra verkefna.

Rekstrar- og þjónustuvið sinnir stoðþjónustu, lögfræði, skjalamálum, rekstri, alþjóðlegum samskiptum, almannatengslum og aðstoð við ríkisendurskoðanda.

Starfsfólk Ríkisendurskoðunar eftir sviðum