Fagleg starfsemi stofnunarinnar fer fram á þremur sviðum sem heyra undir ríkisendurskoðanda: Stjórnsýslu- og lögfræðisviði, endurskoðunarsviði og tekjueftirlitssviði.

Hlutverk ríkisendurskoðanda er skilgreint í 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Þar segir að ríkisendurskoðandi hafi í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja. Hann skuli hafa eftirlit með tekjum ríkisins og að fjárheimildir og hvers konar verðmæti séu nýtt og þeim ráðstafað á hagkvæman hátt og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Nánar er fjallað um starfssvið ríkisendurskoðanda í II. kafla laganna, þar með talið um fjárhagsendurskoðun í  5. gr. og stjórnsýsluendurskoðun í 6. gr.

Innan stofnunarinnar er veitt almenn stoðþjónusta við ríkisendurskoðanda og fagsviðin þrjú á tveimur stoðsviðum og á skrifstofu yfirstjórnar, t.d. hvað varðar eftirlit með framkvæmd fjárlaga, skjalamál, rekstur, alþjóðleg samskipti og almannatengsl. Stoðsviðin eru Þróunar- og tæknisvið og Mannauðssvið.

Starfsfólk Ríkisendurskoðunar