6afd17aaa4Ríkisendurskoðun hefur mótað sér heildarstefnu sem byggist á aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats (e. balanced scorecard). Stefnukort stofnunarinnar gildir fyrir tímabilið 2014 til 2016. Í því eru 10 markmið sem skilgreind eru nánar í markmiðslýsingum. Við stefnumótunina var m.a. höfð hliðsjón af lögum um stofnunina og stöðlum Alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Stofnunin hefur einnig mótað sér stefnumið í ýmsum málaflokkum, s.s. starfsmanna-, upplýsinga og umhverfismálum. Lesa má um þau með því að smella á valkosti í stikunni hér til vinstri.