Ríkisendurskoðun leggur á það áherslu að málfar starfsmanna sé til fyrirmyndar. Þeir skulu leitast við að tjá sig á vönduðu, tilbreytingarríku og auðskiljanlegu nútímamáli og fylgja íslenskum málfræði- og stafsetningarreglum.

Ríkisendurskoðun leggur einnig áherslu á að starfsmenn setji hugsanir sínar fram með skýrum og skilmerkilegum hætti. Umfjöllun þeirra skal vera fagleg, rökleg og ótvíræð.

Ríkisendurskoðun hefur það að meginmarkmiði að allt efni sem stofnunin sendir frá sér sé orðað þannig að almenningur eigi auðvelt með að skilja það.