Upplýsingastefna Ríkisendurskoðunar

Mótuð hefur verið stefna um innri og ytri upplýsingamiðlun Ríkisendurskoðunar sem skilgreinir markmið og leiðir á þessu sviði.Samkvæmt stefnunni er vönduð og öflug ytri upplýsingamiðlun ein forsenda þess að Ríkisendurskoðun geti rækt hlutverk sitt og náð árangri. Einnig kemur fram að stofnunin vilji hafa frumkvæði að því að miðla upplýsingum um hlutverk sitt og störf. Þá segir að markmið ytri upplýsingamiðlunar sé m.a. að upplýsa Alþingi um atriði sem máli skipta fyrir eftirlit þess með framkvæmdarvaldinu.
Fram kemur að markmið innri upplýsingamiðlunar sé að starfsmenn stofnunarinnar hafi á hverjum tíma glöggar upplýsingar um störf hennar, helstu verkefni og annað það sem tengist stofnuninni með beinum hætti. Þá styðji innri upplýsingamiðlun við framkvæmd starfsmannastefnu stofnunarinnar.

Upplýsingastefna Ríkisendurskoðunar