Útdrættir úr ársreikningum stjórnmálasamtaka 2013

Í samræmi við ákvæði 9. gr. laga nr. 162/2006 hefur Ríkisendurskoðun nú birt útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka fyrir árið 2013. Alls hafa níu slík samtök skilað ársreikningi til stofnunarinnar, þar af höfðu átta skilað áður en lögbundinn frestur rann út hinn 1. október sl. Í útdráttunum er m.a. greint frá heildartekjum og heildargjöldum samtakanna á árinu, sem og framlögum sem þau þáðu frá lögaðilum og einstaklingum. Birtir hafa verið útdrættir úr ársreikningum eftirtalinna stjórnmálasamtaka: Besta flokksins, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Hreyfingarinnar, Lýðræðisvaktarinnar, Pírata, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Útdrættina má nálgast hér.
Um eftirlit Ríkisendurskoðunar með fjárreiðum stjórnmálasamtaka og frambjóðenda sjá hér.