Útdráttur úr uppgjörum frambjóðenda

Ríkisendurskoðun hefur birt útdrátt úr uppgjörum 45 frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri/forvali vegna alþingiskosninganna sl. vor.Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda ber frambjóðendum í persónukjöri að skila Ríkisendurskoðun reikningum sínum árituðum af endurskoðendum eigi síðar en sex mánuðum frá því að kosning fór fram. Ríkisendurskoðun skal síðan vinna útdrátt úr þessum reikningum og birta opinberlega. Frambjóðendur sem hafa minni kostnað af kosningabaráttu en 300 þús.kr. þurfa þó einungis að skila undirritaðri yfirlýsingu þar um til stofnunarinnar.
Alls hafa nú 45 frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjöri/forvali vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009 skilað uppgjörum en 251 hefur skilað yfirlýsingu um að kostnaður hafi verið innan við 300 þús.kr. Heildarfjöldi frambjóðenda var 317 og eiga því 21 enn eftir að skila upplýsingum til Ríkisendurskoðunar.
Í útdrætti Ríkisendurskoðunar er gerð grein fyrir heildarkostnaði hvers frambjóðanda og heildartekjum hans. Tekjur eru sundurliðaðar eftir uppruna þannig að greint er á milli framlaga frá lögaðilum, frá einstaklingum og eigin framlags. Þá er gerð grein fyrir afsláttum frá markaðsverði þar sem það á við. Loks eru birt nöfn þeirra lögaðila sem veitt hafa viðkomandi frambjóðanda framlag ásamt fjárhæð þess.
Eftirtaldir frambjóðendur eiga enn eiga eftir að skila uppgjöri eða eftir atvikum yfirlýsingu um kostnað af þátttöku í prófkjöri vegna alþingiskosninganna sl. vor:

Frjálslyndi flokkurinn                       
Guðjón Arnar Kristjánsson, Ísafirði
Guðni Halldórsson, Borgarnes
Sigurður Ó. Hallgrímsson, Skagaströnd

Samfylkingin             
Pétur Tyrfingsson, Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn           
Árni Árnason, Reykjanesbæ
Árni Johnsen, Vestmannaeyjum
Bergþór Ólason, Akranesi
Haukur Þór Hauksson, Garðabæ
Kjartan Þ. Ólafsson, Selfossi
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Akureyri
Þórður Guðjónsson, Akranesi

Vinstrihreyfingin – grænt framboð            
Heimir Björn Janusarson, Reykjavík
Hörður Þórisson, Reykjavík
Jósep B. Helgason, Akureyri
Paul Nikolov, Reykjavík
Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga
Sigurjón Einarsson, Oslo, Noregi
Trausti Aðalsteinsson, Húsavík
Úlfur Björnsson, Hveragerði
Þorsteinn Bergsson, Egilsstöðum
Þorvaldur Þorvaldsson, Reykjavík