Ríkisendurskoðun miðlar niðurstöðum

Í samræmi við upplýsingastefnu sína miðlar Ríkisendurskoðun niðurstöðum endurskoðunar og athugana í skýrslum sem sendar eru Alþingi og hlutaðeigandi aðilum.

Þær eru jafnframt birtar hér á vefnum. Að auki eru hér birt ýmis leiðbeiningarrit fyrir stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana sem Ríkisendurskoðun hefur gefið út. Einnig ársskýrslur stofnunarinnar, gögn sem varða eftirlit hennar með fjármálum stjórnmálaflokka og frambjóðenda og eftirlit með fjárreiðum sjálfseignarstofnana. Enn fremur má hér finna ýmsar greinar og erindi eftir starfsmenn stofnunarinnar. Loks eru hér birt ýmis önnur rit sem tengjast starfseminni.