Útdrætti úr uppgjörum og yfirlýsingar þeirra frambjóðenda sem þegar hafa verið yfirfarnar af Ríkisendurskoðun má finna neðst á síðunni.

Upplýsingaskylda frambjóðenda

Frambjóðendum í kjöri til embættis forseta Íslands ber að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu til Ríkisendurskoðunar, sbr. lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Séu heildartekjur eða heildarkostnaður vegna kosningabaráttu yfir 400 þús.kr. ber frambjóðanda að skila uppgjöri (sjá eyðublað hér að neðan).

Séu heildartekjur eða heildarkostnaður framboðs undir 400 þús.kr. skal frambjóðandi skila yfirlýsingu þar um (sjá sýnishorn hér að neðan).

Sjá nánar: Leiðbeiningar um uppgjör frambjóðenda til forseta Íslands

Skil á gögnum til Ríkisendurskoðunar

Frambjóðendum ber að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að forsetakjör fór fram.

Hægt er að skila gögnum rafrænt eða á pappír.

Rafræn skil

Smellið á eftirfarandi hlekk. Þá opnast vefsvæði þar sem frambjóðandi þarf að auðkenna sig, t.d. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Því næst fyllir frambjóðandi út rafrænt eyðublað.

  • Ef kostnaður framboðs var undir 400 þús.kr. hakar frambjóðandi í viðeigandi reit og sendir eyðublaðið.
  • Ef kostnaður framboðs var yfir 400 þús.kr. hakar frambjóðandi í viðeigandi reit, hengir uppgjör sitt við og sendir eyðublaðið. Ath. að endurskoðandi eða skoðunarmaður uppgjörsins þarf jafnframt að senda það rafrænt á sama hátt og frambjóðandinn til að það verði tekið gilt (sjá eftirfarandi hlekk inn á rafrænt eyðublað fyrir endurskoðanda / skoðunarmann).

Rafrænt eyðublað fyrir skil frambjóðanda

Rafrænt eyðublað fyrir skil endurskoðanda / skoðunarmanns

Skil á pappír

Vinsamlegast leggið áritað uppgjör í umslag af stærðinni A4 og sendið á:

Ríkisendurskoðun

Pósthólf 5350

125 Reykjavík

Eyðublöð og sýnishorn

Eyðublað fyrir uppgjör frambjóðenda í forsetakjöri 2016

Útdráttur úr uppgjörum og yfirlýsingar