Útdrætti úr uppgjörum og yfirlýsingar þeirra frambjóðenda sem þegar hafa verið yfirfarnar af Ríkisendurskoðun má finna neðst á síðunni.
Upplýsingaskylda frambjóðenda
Frambjóðendum í kjöri til embættis forseta Íslands ber að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu til Ríkisendurskoðunar, sbr. lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
Séu heildartekjur eða heildarkostnaður vegna kosningabaráttu yfir 550 þús.kr. ber frambjóðanda að skila uppgjöri (sjá eyðublað hér að neðan).
Séu heildartekjur eða heildarkostnaður framboðs 550 þús.kr. eða lægri skal frambjóðandi skila yfirlýsingu þar um (sjá sýnishorn hér að neðan).
Sjá nánar: Leiðbeiningar um uppgjör frambjóðenda til forseta Íslands
Skil á gögnum til Ríkisendurskoðunar
Frambjóðendum ber að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að forsetakjör fór fram.
Hægt er að skila gögnum með tölvupósti eða á pappír
Rafræn skil
- Uppgjörið sendist á netfangið: skil [hjá] rikisendurskodun.is
Skil á pappír
- Vinsamlegast leggið áritað uppgjör í umslag af stærðinni A4 og sendið á:Ríkisendurskoðun
Bríetartún 7
105 Reykjavík
Eyðublöð og sýnishorn
Eyðublað fyrir uppgjör frambjóðenda í forsetakjöri 2020