Upplýsingaskylda frambjóðenda
Frambjóðendum í persónukjöri í tengslum við sveitarstjórnarkosningar ber að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu sinnar til Ríkisendurskoðunar, sbr. lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
- Séu heildartekjur eða heildarkostnaður vegna kosningabaráttu yfir 400 þús. kr. ber frambjóðanda að skila uppgjöri (Uppgjörseyðublað frambjóðanda í persónukjöri). Uppgjöri er hægt að skila rafrænt eða á pappír (sjá hér að neðan).
- Séu heildartekjur eða heildarkostnaður framboðs undir 400 þús. kr. er nægjanlegt frambjóðandi skili yfirlýsingu þar um.
Minnt er á að:
- Kostnaður fyrir hvern frambjóðenda má að hámarki nema einni milljón að viðbættu álagi fyrir hvern íbúa
- Á kjörsvæði með fleiri en 50.000 íbúa, 18 ára og eldri, 75 kr. fyrir hvern.
- Á kjörsvæði með 40.000–49.999 íbúa, 18 ára og eldri, 100 kr. fyrir hvern.
- Á kjörsvæði með 20.000–39.999 íbúa, 18 ára og eldri, 125 kr. fyrir hvern.
- Á kjörsvæði með 10.000–19.999 íbúa, 18 ára og eldri, 150 kr. fyrir hvern.
- Á kjörsvæði með færri en 10.000 íbúa, 18 ára og eldri, 175 kr. fyrir hvern.
- Frambjóðendum er ekki heimilt að taka á móti framlögum frá einstökum lögaðila eða einstaklingi sem nema hærri fjárhæð en 400 þús. kr. Þá mega samanlögð framlög tengdra aðila ekki vera hærri en 400. þús. kr.
- Framlög í formi þjónustu, vöru, eigna eða afsláttar skal meta á markaðsvirði og lúta sömu takmörkunum og bein fjárframlög.
- Nöfn allra lögaðila sem veita framlög og allra einstaklinga sem veita framlög sem nema hærri fjárhæð en 200 þús. kr. skal birta í reikningsskilum frambjóðanda og ber Ríkisendurskoðun að birta þær upplýsingar opinberlega.
- Sjá nánar: Leiðbeiningar fyrir þátttakendur í persónukjöri
Skil á gögnum til Ríkisendurskoðunar
Frambjóðendum ber að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að persónukjör fór fram.
Hægt er að skila gögnum rafrænt eða á pappír.
Rafræn skil
Frambjóðendur geta skilað yfirlýsingu eða uppgjöri rafrænt. Frambjóðandi þarf að auðkenna sig, t.d. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Því næst fyllir frambjóðandi út rafrænt eyðublað (sjá mynd).
- Ef kostnaður framboðs var 400 þús.kr.eða lægri hakar frambjóðandi í viðeigandi reit og sendir eyðublaðið.
- Ef kostnaður framboðs var yfir 400 þús.kr.hakar frambjóðandi í viðeigandi reit, hengir uppgjör sitt við og sendir eyðublaðið. Athugið að endurskoðandi eða skoðunarmaður uppgjörsins þarf jafnframt að senda það rafrænt á sama hátt og frambjóðandinn til að það verði tekið gilt.
Rafrænt eyðublað fyrir skil frambjóðanda
Rafrænt eyðublað fyrir skil endurskoðanda / skoðunarmanns
Skil á pappír
Vinsamlegast leggið áritað uppgjör í umslag af stærðinni A4 og sendið á:
Ríkisendurskoðun
Pósthólf 5350
125 Reykjavík
Eyðublöð og sýnishorn
Eyðublað fyrir uppgjör frambjóðenda í persónukjöri vegna sveitarstjórnarkosninga 2018