Nýjustu fréttir

30.03.2015

Bent á leiðir til að bæta rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands

 

Starfs­mönn­um sendiskrifstofa Íslands erlendis fækkaði um 25 milli áranna 2007 og 2014 og raunkostnaður starfseminnar dróst saman. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að setja sér viðmið um lágmarksfjölda útsendra starfsmanna á hverri sendiskrifstofu og ljúka úttekt á húsnæðismálum þeirra. Þá telur Ríkisendurskoðun að ávallt eigi að auglýsa lausar sendiherrastöður og að jafna þurfi kynjahlutfjöll innan utanríkisþjónustunnar. [meira]

17.03.2015

Innanríkisráðuneytið styðji betur við starfsemi Ríkissaksóknara

 

Álag á embætti ríkissaksóknara hefur aukist verulega á undanförnum árum. Fjárveitingar hafa ekki aukist í takt við aukinn málafjölda hjá embættinu. Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðuneytið til að beita sér fyrir því að Ríkissaksóknari fái nauðsynlegar fjárveitingar til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Þá telur Ríkisendurskoðun að kveða eigi skýrt á um sjálfstæði embættisins í lögum. [meira]

16.03.2015

Hraða þarf endurskoðun laga um málefni útlendinga

 

Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðuneytið til að ljúka sem fyrst heildarendurskoðun laga um málefni útlendinga. Kannað verði hvort rétt sé að færa málaflokkinn undir eitt ráðuneyti og einfalda stofnanakerfið. Jafnframt telur Ríkisendurskoðun að stjórnvöld þurfi að framfylgja betur en hingað til stefnu sinni og lagaákvæðum um málefni innflytjenda. Þá hvetur stofnunin velferðarráðuneytið til að beita sér fyrir aðgerðum til að auðvelda aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. [meira]Nýjustu Skýrslur

30.03.2015

Rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands

2015 - skýrslur og greinargerðir
(757.21 KB) pdf
17.03.2015

Ríkissaksóknari

2015 - skýrslur og greinargerðir
(931.66 KB) pdf
16.03.2015

Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi

2015 - skýrslur og greinargerðir
(1.08 MB) pdf
04.03.2015

Eftirfylgni: Frumgreinakennsla íslenskra skóla

2015 - skýrslur og greinargerðir
(1.08 MB) pdf
18.02.2015

Eftirfylgni: Fóðursjóður ‒ Tilgangur og ávinningur

Skýrslur og greinargerðir
(117.93 KB) pdf