Nýjustu fréttir

21.11.2014

Leiðréttingar og athugasemdir vegna minnisblaðs

 

Að beiðni fjárlaganefndar Alþingis tók Ríkisendurskoðun nýlega saman minnisblað um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) og fleiri aðila. Upplýsingar sem þar koma fram og varða málefni RÚV eru ekki að öllu leyti réttar. Þar sem fjallað hefur verið um minnisblað þetta á opinberum vettvangi, í forsíðufrétt Morgunblaðsins, vill Ríkisendurskoðun koma eftirfarandi leiðréttingum og athugasemdum á framfæri. [meira]

03.11.2014

Gera þarf þjónustusamninga við öll hjúkrunarheimili

 

Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að gera þjónustusamninga við öll hjúkrunarheimili þar sem verð þjónustunnar verði skilgreint og skýrar kröfur gerðar um magn hennar og gæði. Þá telur stofnunin að greina þurfi betur en nú er gert hjúkrunar- og umönnunarþörf þeirra sem fá inni á heimilunum. Með samræmdu verklagi við færni- og heilsumat megi koma í veg fyrir að inn á heimilin leggist fólk sem önnur og ódýrari úrræði henta hugsanlega betur. Enn fremur þurfi að bæta skil heimilanna á rekstrarupplýsingum til stjórnvalda og úrvinnslu þeirra. Loks hvetur Ríkisendurskoðun stjórnvöld til að kanna kosti þess að færa málaflokkinn til sveitarfélaganna. [meira]

21.10.2014

Brýnt að taka á erfiðri fjárhagsstöðu Hólaskóla

 

Háskólinn á Hólum glímir við mikinn uppsafnaðan halla og skuldir. Að mati Ríkisendurskoðunar er staðan mikið áhyggjuefni. Yfirvöld menntamála og forráðamenn skólans þurfa að taka á þessum vanda sem fyrst. Jafnframt þurfa yfirvöld að ákveða framtíðarstöðu skólans. [meira]Nýjustu Skýrslur

03.11.2014

Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013

2014 - skýrslur og greinargerðir
(1.1 MB) pdf
21.10.2014

Skýrsla um eftirfylgni: Hólaskóli ‒ Háskólinn á Hólum

2014 - skýrslur og greinargerðir
(902.72 KB) pdf
01.10.2014

Greinargerð um málefni Þorláksbúðar

2014 - skýrslur og greinargerðir
(484.45 KB) pdf
24.09.2014

Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Stjórnarráðið

2014 - skýrslur og greinargerðir
(786.01 KB) pdf