Nýjustu fréttir

03.09.2014

Ítrekar ábendingar til velferðarráðuneytis vegna vinnumarkaðsmála

 

Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að endurskoða stofnanaskipan á sviði vinnumarkaðsmála, t.a.m. með sameiningum stofnana. Þá telur Ríkisendurskoðun að meta þurfi ávinning þess að fagráð vinnumarkaðsmála, skipað fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, leysi stjórn Vinnumálastofnunar og sjóða í hennar umsjá af hólmi. Enn fremur beri að kanna hvort fýsilegt sé að sameina greiðslukerfi vegna almannatrygginga. Loks hvetur Ríkisendurskoðun ráðuneytið til gera árangursstjórnunarsamning við Vinnumálastofnun. [meira]

25.06.2014

Forsætisráðuneytið setji sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar

 

Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. [meira]

20.06.2014

Rætt um nýsköpun á þingi Evrópusamtaka ríkisendurskoðana

 

Á annað hundrað fulltrúar frá ríkisendurskoðunum Evrópulanda sóttu aðalþing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) sem haldið var í Haag í Hollandi dagana 16.–19. júní sl. Meginþema þingsins var „nýsköpun í starfsemi ríkisendurskoðana". Á þinginu voru haldin fjölmörg erindi, málstofur og vinnustofur sem með einum eða öðrum hætti tengdust þessu þema. Ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, sat þingið ásamt alþjóðafulltrúa stofnunarinnar. [meira]Nýjustu Skýrslur

03.09.2014

Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Vinnumálastofnun

2014 - skýrslur og greinargerðir
(510.17 KB) pdf
04.07.2014

Yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði 2012

2014 - skýrslur og greinargerðir
(872.05 KB) pdf
27.06.2014

Ársáætlanir stofnana 2014 og staða fjárlagaliða í lok maí

2014 - skýrslur og greinargerðir
(210.34 KB) pdf
25.06.2014

Úthlutanir forsætisráðuneytis af safnliðum fjárlagaárin 2012‒14

2014 - skýrslur og greinargerðir
(935.92 KB) pdf
20.06.2014

Framkvæmdasýsla ríkisins

2014 - skýrslur og greinargerðir
(1.39 MB) pdf