Hvatt til betra samstarfs vegna ríkisábyrgða

Skýrsla til Alþingis

11.05.2018

Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti til að tryggja að Ríkisábyrgðasjóður geti sinnt umsagnar- og eftirlitshlutverki sínu með markvissum og skilvirkum hætti. Ráðuneytið er einnig hvatt til að beita sér fyrir því að sameiginlegur skilningur ríki um lög um ríkisábyrgðir og túlkun einstakra ákvæða þeirra.

Í nýrri eftirfylgniskýrslu ítrekar Ríkisendurskoðun ekki þrjár ábendingar til fjármála- og efnahagsráðuneytis frá árinu 2015. Ábendingarnar lutu að því að markmiðum laga um ríkisábyrgðir væri fylgt, að stjórntæki Ríkisábyrgðasjóðs yrðu efld og að formleg afstaða yrði tekin til tillagna hans um úrbætur. Ríkisendurskoðun áréttar mikilvægi þess að ekki sé vikið frá einstökum ákvæðum laga um ríkisábyrgðir við lagasetningar á þessu sviði. Slíkt getur aukið áhættu fyrir ríkissjóð og aukið líkur á að lagasetningin gangi gegn meginmarkmiðum laga um ríkisábyrgðir. Ríkisábyrgðir hafa lækkað frá árinu 2015 en enn ríkir óvissa um stöðu Vaðlaheiðarganga hf. sem fékk endurlán árið 2012. Framkvæmdum er ekki lokið en staða lánsins er nú 11,8 ma.kr. með áföllnum vöxtum.

Sjá nánar