02.05.2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis kom til Ríkisendurskoðunar í dag og setti Skúla Eggert Þórðarson, nýjan ríkisendurskoðanda, í embætti.
Skúli Eggert var einróma kosinn sem ríkisendurskoðandi af Alþingi þann 16. apríl sl. sbr. 2. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Sveinn Arason lét af störfum þann 30. apríl 2018.
Skúli Eggert er fimmti einstaklingurinn til að gegna embætti ríkisendurskoðanda. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur verið ríkisskattstjóri frá 1. janúar 2007. Áður starfaði hann sem skattrannsóknarstjóri, vararíkisskattstjóri, forstöðumaður tekjuskattsdeildar og áður forstöðumaður staðgreiðsludeildar embættis ríkisskattstjóra.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Sveinn Arason, fyrrverandi ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar.