Leiðbeiningarit um innra eftirlit

Almennt

26.10.2017

Ríkisendurskoðun hefur nú gefið út leiðbeiningarit um innra eftirlit. Ritið er fyrst og fremst skrifað fyrir stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem Ríkisendurskoðun ber að hafa eftirlit með.

Í ritinu er fjallað um innra eftirlit, sem er ein forsenda árangursríkrar stjórnunar, í hverju innra eftirlit er fólgið og hvernig staðið er að mati á því. Fjallað er um eftirlitsumhverfi, áhættumat, eftirlitsaðgerðir, upplýsingar og samskipti, vöktun og þá þætti sem takmarka innra eftirlit.

Þetta er önnur útgáfa ritsins. Fyrri útgáfa ritsins kom út árið 1998 og hefur verið meðal mest lesnu leiðbeiningarita Ríkisendurskoðunar. Ákveðið var að endurbæta ritið til að endurspegla þá þróun sem hefur orðið á viðhorfi til innra eftirlits.

Sjá nánar leiðbeiningar