Endurskoðun regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Skýrsla til Alþingis

07.04.2017

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingu sína til innanríkisráðuneytis frá árinu 2014 um að endurskoða regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Frá því að ábendingin var lögð fram hefur innanríkisráðuneyti unnið að einföldun regluverks Jöfnunarsjóðs. Áformin voru kynnt ársfundi sjóðsins í október 2014 en töfðust, m.a. vegna samninga ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þegar málefni fatlaðs fólks voru flutt til sveitarfélaga. Samningaviðræðum um fjármögnun þess verkefnis lauk ekki fyrr en við árslok 2015. Skipuð hefur verið sjö manna nefnd fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem eiga að leggja fram tillögur um fyrirkomulag nýrra aðferða við jöfnun á útgjaldaþörfum og tekjumöguleikum sveitarfélaga í október 2017. Innanríkisráðuneyti stefnir að nauðsynlegum laga- og reglugerðabreytingum árið 2018.

Endurskoðun reglna um reikningsskil sveitarfélaga lauk árið 2015 með útgáfu reglugerðar nr. 1212/2015. Endurskoða á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga samhliða endurskoðun á á VII. kafla sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga. Stefnt er að þessari endurskoðun ljúki í september á þessu ári.

Sjá nánar