Leiðbeiningar fyrir frambjóðendur í persónukjöri

Stjórnmálastarfsemi

26.03.2021

Nú hafa verið birtar uppfærðar leiðbeiningar fyrir frambjóðendur í persónukjöri sem taka til uppgjöra frá og með árinu 2021. 

Samkvæmt 10. gr. laga nr. 62/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, ber frambjóðendum í persónukjöri gera uppgjör fyrir kosningabaráttu sína þar sem greint er frá öllum framlögum og útgjöldum vegna hennar. Þá skulu frambjóðendur skila ríkisendurskoðanda árituðum reikningum eigi síðar en þremur mánuðum frá því að kosning fór fram. Ríkisendurskoðanda ber í samræmi við 1. mgr. 10. gr. laganna að gefa út leiðbeiningar um uppgjör fyrir kosningabaráttu og um upplýsingaskyldu um uppgjörið.  

Sjá leiðbeiningar um uppgjör og upplýsingaskyldu frambjóðenda í persónukjöri, þ. á m. prófkjöri og forvali

Mynd með frétt