23.08.2021
Í ársskýrslunni er m.a. fjallað um þær fjölmörgu áskoranir sem embættið tókst á við á árinu vegna kórónuveirufaraldursins, jafnt í úttektar- og endurskoðunarverkefnum sem og skipulagi starfseminnar til að lágmarka smithættu meðal starfsfólks. Vegna neikvæðra áhrifa faraldursins á afkomu ríkissjóðs kemur fram að leggja verður ríkari áherslu á hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri á komandi árum og að starfsemi embættisins muni óhjákvæmilega þurfa að taka mið af því.
Ársskýrslan hefur að geyma upplýsingar um starfsemi og rekstur embættisins ásamt helstu verkefnum þess á sviði endurskoðunar og eftirlits á árinu 2020. Jafnframt er fjallað um áframhaldandi þróun embættisins, stefnumótun og framtíðarsýn. Loks má finna í ársskýrslunni fróðlegar greinar þar sem starfsfólk miðlar af starfsreynslu sinni.
Sjá ársskýrslu Ríkisendurskoðunar 2020 (pdf - 3,4 MB)