24.08.2021
Sumarfundur forsætisnefndar Alþingis var haldinn í Eyjafirði dagana 16.-17. ágúst 2021. Á fundinum ræddu ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis um verkefni og störf embættanna.
Fundinum lauk með heimsókn forsætisnefndar á skrifstofu Ríkisendurskoðunar á Akureyri. Þar kynntu alþingismenn og starfsmenn Alþingis sér störfin á skrifstofunni og ræddu við starfsfólk. Var heimsóknin í alla staði vel heppnuð og ánægja hjá forsætisnefnd með störf og aðbúnað hinnar nýju skrifstofu.
Frá vinstri: Willum Þór Þórsson, Skúli Eggert Þórðarson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Björn Leví Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, Guðmundur Björgvin Helgason, Ragna Árnadóttir, Skúli Magnússon, Þorsteinn Magnússon, Auður Elva Jónsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson.