10.01.2022
Ríkisendurskoðun hefur nú birt útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
Alls bar 702 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2020. Í ársbyrjun 2022 höfðu 458 staðfestir sjóðir og stofnanir uppfyllt þessa skyldu en ársreikningar 244 sjóða og stofnana hafa ekki borist embættinu. Höfðu því rúmlega 65% ársreikninga borist rúmum sex mánuðum eftir eindaga skila.
Sjá nánari skýrslu um skil ársreikninga staðfestra sjóða og stofnana fyrir árið 2020